Nuvaring getnaðarvörnin?

Spurning:
Ég las um daginn grein í fréttablaðinu um nýja getnaðarvörn hér á landi. Það var einhverskonar gúmmíhringur með hormónum sem settur er upp í leggöngin og er hægt að fá með tilvísun frá lækni eins og getnaðarvarnarpilluna. Síðan hef ég ekkert séð neitt meira um þetta eða fundið. Var að spá í hvernig þetta væri, er þetta eins öruggt og pillan? Mig langaði að prófa eitthvað annað en pilluna. Hún er kannski bara langöruggust? Er búin að vera á pillunni í 6 ár og hefur alltaf verið hálf illa við að taka hana svona lengi  en það er kannski allt í lagi? Finnst eins og það geti ekki verið hollt fyrir líkamann. Langar að vita meira um þennan hring.

Svar:
NuvaRing, skeiðarhringur er lyf sem kom nýlega á markað. Hann inniheldur svipaða hormóna og flestar getnaðarvarnartöflur. Öryggið er einnig svipað og hjá getnaðarvarnartöflum. Um áhrif langarandi notkunar getnaðarvarnartaflna eru skiptar skoðanir, en flestir telja þó að kostirnir yfirgnæfi áhættuna. NuvaRing er lyfseðilsskylt lyf þannig að þú ættir að ræða um þetta við lækninn þinn og fá upplýsingar hjá honum. Eins og gildir um flest annað er mikið magn af upplýsingum að fá á netinu um NuvaRing. Upplýsingar frá opinberum aðilum eins og Lyfjastofnun (Sérlyfjaskrá) og Lægemiddelkataloget í Danmörku (http://www.lk-online.dk/) eru mjög áreiðanlegar.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur