Nyrnabilun

Hvernig er magaskiljun framkvæmd

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Kviðskilun er hægt að framkvæma á tvo vegu, annars vegar með pokaskiptingum nokkrum sinnum á dag eða með aðstoð vélar yfir nótt.

Einstaklingur fær aðstoð við að velja kviðskilunaraðferð sem hentar. Til að hefja kviðskilun þarf að setja legg inn í kviðarholið, minniháttar aðgerð sem gerð er í staðdeyfingu. Skurðurinn grær fljótt og veldur sjaldnast óþægindum. Þessu fylgir sýkingarhætta og þarf að gæta fyllsta hreinlætis í umgengni við legginn og þrífa húðopið daglega.

Kviðskilun með pokum er framkvæmd þannig að þú ert með poka með ákveðnum styrkleika sem er hitaður á hitaplötu því vökvinn þarf að vera volgur sem fer inn í kviðinn. Vökvinn er látinn renna inn og svo bíður hann í ákveðinn tíma inni í kviðnum, losaður út aftur og nýr vökvi settur inn. Meðferðin er sett upp og fyrir hvern og einn, poka styrkleikar og hversu oft skipt sé um vökva. Passa þarf að mæla blóðþrýsting og fylgjast með þyngd, yfirleitt er hver poki vigtaður þegar búið er að losa út úr kviðnum til að sjá hvort sé mikill munur á vökva inn og út.

Kviðskilun er einnig hægt að framkvæma með vél. Einstakingurinn tengir sig við vélina þegar hann fer að sofa og vélin sér um að setja vökvann inn og taka út úr kviðarholinu nokkrum sinnum yfir nóttina.

Ég vona að þetta svari spurningu þinni að einhverju leyti en ég set hérna með slóð á síðu þar sem þú finnur alt um þetta og líka bækling þar sem farið er yfir kviðskilun frá a-ö.

http://nyra.is

https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Sjuklingar-og-adstandendur/Sjuklingafraedsla—Upplysingarit/Kvennadeildir/kvidskilun.pdf

Gangi þér vel,

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur