Nýrnasteinar ?

Fyrirspurn:

Ég er med sárann verk upp leggöngin eða þvagrásina og ég hef þörf fyrir ad pissa öllum stundum en það kemur lítið. Er búin að vera með hitapoka og það linar verkinn en er með þrýsting og óþægindi. Þetta er búið að vera núna i 3 daga og er aðeins að lagast en samt ekki nóg. Eg er með nýrnasteina og var að detta i hug að þetta gæti verið eitthvað út frá þvi, eða blöðrubólga. Ég er ekki með neinn hita.

Hvað heldur þú að sé að…?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru einmitt nýrnasteinar, þeir geta gefið þessi einkenni sem þú lýsir.

Blöðrubólga getur líka gefið þessi einkenni og til er að fólk fái blöðrubólgu sem afleiðingu af nýrnasteinum. Í öllu falli er ráðlagt fyrir þig að fara til læknis og fá úr því skorið hvað sé að.

Við nýrnasteinum er til kjörverkjalyf sem þarf að fá uppáskrifað hjá lækni og eins ef um sýkingu er að ræða þá þarftu að fá sýklalyf.

Ég set hér með  tengil á ágæta grein um nýrnasteina

Bestu kveðjur og gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, Hjúkrunarfræðingur