Óánægð með brjóstin á mér

Spurning:
Málið er það að ég hef aldrei þolað á mér brjóstin. Þau eru of stór, þau eru lafandi og ljót. Ég þrái að komast í einhverskonar aðgerð til þess að þau séu ekki eins og á sextugri konu. Ég hljóma eflaust eins og pjattrófa, en þetta liggur virkilega þungt á mér …í orðsins fyllstu merkingu, því að ég er oft mjög kvalin af vöðvabólgu.
Ég hef farið til sérfræðinga og þeir hafa báðir bent mér á að létta mig, sem er gott og blessað en málið er það að orðið megrun er engin finnska í mínum eyrum. Það hafa verið háðar margar orustur við aukakílóin og margar hafa borið árangur þó að ég endi alltaf á því að tapa stríðinu. Ég er ekki bara að hugsa um heilsuna í þessum málum heldur vil ég geta flaggað stolt þessum mikilvægu líkamshlutum, í það minnsta ekki verið miður mín yfir þeim. Svo að ef það er ekki mælt með því að minnka þau meðan ég er ennþá feit, er þá ekki hægt að fegra þau með einhverjum ráðum? Ég á engin börn og þau eru ekkert endilega á leiðinni…ever,  svo að það væri ekki hægt að afsaka sig með því að brjóstagjöf ætti eftir að aflaga brjóstin, eða hefðu aflagað brjóstin. Ég vona að þetta vandamál mitt fái athygli ykkar og þið hneykslist ekki á yfirborðsmennsku minni, svör ykkar væru vel þegin, hver sem þau væru.

Kær kveðja
Ein á næturvakt.

Svar:
Komdu sæl á næturvaktinni.

Mér finnst ekki ólílklegt að það megi laga brjóstin þín. Pantaðu þér tíma á stofunni og við getum skoðað þig og rætt málin og planað.

Kær kveðja.
Ottó Guðjónssons, lýtalæknir