Óþægindi í munni

Spurning:

Góðan dag.

Ég er 30 ára og heilsuhraust, en undanfarna mánuði hef ég verið með
óþægindi í munninum, t.d. mikið af lausu skinni og svona tillfinningu eins og ég þurfi að bursta tennurnar sí og æ.

Er eitthvað til ráða?

Svar:

Sæl 30 ára og heilsuhraust.

Ástand þitt þarf að kanna en það verður ekki gert í gegnum tölvu.
Byrjaðu á því að leita til næsta tannlæknis. Búir þú við Faxaflóann getur
þú einnig leitað til Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Síminn þar er 525-4850.

Gangi þér vel.
Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir