Óþægindi við þvaglát á meðgöngu?

Spurning:
Góðan dag,
Ég er komin 12 vikur á leið á minni 2. meðgöngu. Á þeirri fyrri fékk ég frekar oft sveppasýkingu, ég er búin að fá svoleiðis núna og keypti mér bara stíla og það gekk fínt. En núna finn ég fyrir eymslum en samt engum sviða þegar ég pissa. Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa aftur stíla eða bara að bíða þangað til að ég fer í fyrstu skoðun um miðja okt. Er barnið í einhverri hættu útaf þessu?
kveðja

Svar:
Það er æskilegt að þú látir skoða þig því þetta gæti mögulega verið eitthvað annað en sveppasýking. Það er einnig algengt að konur þjáist af eymslum í tengslum við samfarir á meðgöngu því slímhúðin þynnist dálítið og bakteríuflóran breytist. Sveppasýkingar eru annars mjög algengar á meðgöngu og þær hafa ekki skaðleg áhrif á fóstrið né heldur stílarnir sem notaðir eru í meðferðinni.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir