Óeðlilegar blæðingar

Ömmudóttir mín rúmlega 12 ára og fyrir nokkru byrjuð á blæðingum. Þær eru óeðlilega miklar og lengi, en án verkja.

Hvað getur valdið því?

Með bestu kveðjum

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Lengd og magn blæðinga er eins misjafnt og við erum margar. Sumar eru á miklum blæðingum í allt að viku, jafnvel lengur, meðan aðrar fá þær litlar og stutt. Það er í rauninni ekkert sem að veldur því þannig lagað, og er talið eðlilegt.

Ef að þær eru reglulegar og með engum verkjum eða öðrum einkennum þá er það líklega ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Annars getið þið haft samband við kvensjúkdómalækni.

Gangi ykkur vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur