Spurning:
Sæl Ágústa.
Ég er 17 ára stelpa og er með astma, ekkert rosalega mikið en samt nóg til að það er stundum óþægilegt að skokka og hlaupa.
Ég þarf að létta mig en ég er 67 kg og 167 cm.
Eruð þið með ráð um líkamsrækt sem gæti hentað mér
vel?
Mér langar að byrja á því að létta mig smá áður en ég fer að
kaupa mér líkamsræktarkort.
Kærar þakkir.
Svar:
Sæl.
Til að léttast þarf líkaminn að nýta fleiri hitaeiningar en hann innbyrðir.
Til að auka brennsluna ráðlegg ég þér að ganga rösklega, hjóla eða fara í þolfimitíma í 30-40 mín í senn 4-5x i viku og gera styrktaræfingar 2-3x í
viku. Svo skiptir miklu máli hvað þú borðar. Borðaðu reglulega, holla og
fjölbreytta fæðu. Sneyddu sem mest hjá fitu og sætindum. Ég ráðlegg þér
svo að drífa þig strax í líkamsræktina.
Ertu ekki að byrja á öfugum enda að
létta þig áður en þú færð þér kort í líkamsræktarstöð?
Kveðja,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari