of léttur

um er að ræða 7ára dreng sem er alltof lettur og eg hef miklar áhyggjur vegna, hann er 20kg, er að vísu fíngerður, en hvernig myndi læknir líta á tilfelli ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Talað er um að of léttir strákar á þessum aldri séu 19 kg og að meðalþungir séu 23,2 kg.

Það er erfitt að segja hvernig læknir myndi líta á svona tilfelli. Ef að hann er annars frískur er ekki víst að hann myndi gera neitt í þessu, strákar á þessum aldri eru mjög misjafnir í þroska, sumir hreyfa sig mjög mikið og er þar að leiðandi erfiðara fyrir þá að halda þyngd. Ef að hann borðar hollan og góðan mat og ætti að vera með öll vitamin í lagi þá ætti þetta að vera í lagi.

Ef þú vilt nauðsynlega þyngja hann þá gætir þú prufað að kaupa næringardrykki frá Nutricia handa honum, þeir eru mjög prótein, trefja- og kaloríuríkir.

Gangi ykkur vel.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur