Of mikið járn í blóðí

Hvað gerir það.Hvernig get eg forðast járn eða bætt úr þessum kvilla.

Eg borða allan allmenan mat.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Járnofhleðsla getur valdið líkamlegum óþægindum svosem ógleði, kviðverkjum, hægðatregðu og liðverkjum. Í alvarlegri tilfellum geta komið fram lifrarskemmdir, hjartabilun og sykursýki. Svo það er afar mikilvægt að bregðast skjótt við og hefja meðferð.

Einstaklingum með þennan sjúkdóm er ráðlagt að forðast járnríkan mat eins og rautt kjöt (nautakjöt og lambakjöt t.d.) og innmat (lifur, nýru og hjörtu). Gæta ætti ofneyslu C-vítamíns þar sem það hjálpar líkamanum að taka upp járn úr fæðunni. Einnig ætti að takmarka áfengisdrykkju þar sem hún getur valdið frekari skemmdum á lifur.

Hér má lesa meira um járnofhleðslu: https://doktor.is/grein/jarngeymdarkvilli

Gangi þér vel

Sigríður Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur