Spurning:
Sæll.
Ég eru 24 ára og og búin að vera í sambúð í 3 ár. Ég hef verið hætt á
pillunni síðan í júlí 2001. Tíðahringurinn hjá mér hefur verið mislangur og ekki alltaf á réttum tíma en samt alltaf komið á endanum. En núna eru 38
dagar frá fyrsta degi blæðinga síðast og ég er búin að taka
heimaþungunarpróf og það kom neikvætt út. Það var fyrir einum níu dögum
síðan. Hvað á ég að gera, haldið þið að ég sé ófrísk. Haldið þið að
þungunarprófið hafi verið gallað? Á ég að kaupa annað eða á ég að fara til læknis?
Svar:
Sæl.
Þú hefur tekið þungunarprófið eftir 29 daga. Ef þú hefur haft óreglulegar blæðingar er góð regla að bíða jafn lengi og lengsti tíðarhringur var undanfarið ár. Það er ef lengsti tíðarhringur á seinustu mánðum var 32 dagar, taka þungunarprófið eftir 32 daga. Þess vegna skaltu taka annað próf áður en þú ferð til læknis. En þú veist náttúrulega að langalgengasta ástæða þess að blæðingar falla niður er þungun.
Ef blæðingar eru óreglulegar og ef tíðahringurinn er reglulega mjög langur hjá þér þá ættirðu kannski að hitta lækni. Hann vill þá fá að vita hvernig blæðingar hafi veri hjá þér áður en þú byrjaðir á pillunni, hvort að þú takir nokkur lyf og svo framvegis. Ef þú ert að reyna að eignast barn er það alls ekki vitlaust að hitta lækni.
Ég veit að það var einn nýr fæðinga- og kvensjúkdómalæknir að opna stofu á Domus Medica (ung kona). Þar ætti að vera stuttur biðlisti.
Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi