Offita?

Fyrirspurn:

Offita.  ég er með óvenjulegan maga. Það er eins og ég sé komin 6-8 mánuði á leið. (ekkert nema magi.) Mér er sagt að ég sé með svokallaða  innri fitu, sem er við líffærin. (það er ekki hægt að nota venjulegt fitusog því það er ekkert skvap)  er einhver læknir sem getur tekið þessa fitu?(ég veit að það er gert í USA)

Sæl og takk fyrir spurninguna

Þetta er eitthvað sem ekki er gott að svara nema með skoðun.

Þú getur pantað þér tíma hjá lýtalækni og frekari ákvarðanir er hægt að taka út frá þeirri skoðun.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða