Ofnæmi.

Er með ofnæmiseinkenni í hálsi. úfurinn er mjög stór ig vinstri helmingur tungunnar bólgin. tek inn Decortin H 5mg. Á líka Flynise 5mg. Má ég taka það samtímis?. Hef grun um að rósavín sé orsökin, eða konfekt með fyllingu.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Flynise er ofnæmislyf sem má taka með Decortini.

Hins vegar eru ofnæmiseinkenni í öndunarfærum eitthvað sem ætíð á að taka alvarlega og leita sér læknisaðstoðar án tafar þar sem öndunarvegurinn getur bólgnað skyndilega og hratt og þannig skapað lífshættulegt ástand. Venjuleg ofnæmislyf virka ekki alltaf nægilega í slíkum aðstæðum

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur