Sæl
Ég er að fara í aðgerð á öxl seinnipart vikunnar. Í upplýsingum stendur að ekki megi taka verkjalyf og bólgueyðandi lyf sem ég hef ekki tekið. En ég er með gróðurofnæmi og hef ekki tekið Loritín í nokkra daga, svo var ég svo slæm í gær og í dag svo ég tók ofnæmistöflu. Nú er ég með smá bakþanka yfir því hvort ég megi taka þær. Teljið þið að það sé í lagi að taka ofnæmislyf fyrir aðgerð?
Með fyrirfram þökk
Valborg
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,
Ég myndi halda að það væri ekkert stórmál ef þú tækir loritínið nokkrum dögum fyrir aðgerð, en reyndu að sleppa því að minnsta kosti kvöldið fyrir/sama dag og aðgerðin er. Ég allavega finn ekkert í fylgiseðli lyfsins að það megi ekki.
Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur