Ófrjósemi – eitthvað nýtt?

Spurning:
Heill og sæll.
 
Ég er 39 ára og hef verið ófrjór allt frá því að mælingar hófust(ef svo má að orði komast) eða frá 1987 til 2002. Nú ég hef farið nokkrar ferðir með sýni en allt verið á sama veg, engar frumur. Fyrir um sextán árum var tekið sýni úr eista. Niðurstöður hafa verið þær að ég framleiði sæði en ekki sáð frumur. Eru einhverjar nýar leiðir eða aðferðir sem geta komið þessu í lag hjá mér?
 
Með fyrirfram þökk.

Svar:
Því miður, ég þekki ekki til þess að neitt lyfjatengt sé til sem getur leyst þetta vandamál. Helst er að hafa samband við þvagfæraskurðlækni.
 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur