Ofvirknigreiningar á fullorðnum?

Spurning:
Sæl!
Getið þið sagt mér hvert hægt er að leita ef maður hefur grun um ofvirkni hjá fullorðnum? Er þetta mikið mál og tekur langan tíma? Eru fullorðnir greindir á einhvern annan hátt en börn?
Kveðja, ein áhyggjufull.

Svar:
Sæl.
Sigríður Benediktsdóttir sálfræðingur hefur verið með ofvirknigreiningar á fullorðnum. Það ætti hvorki að vera mikið mál né tímafrekt. 

Gangi þér vel.
Brynjar Emilsson
Sálfræðingur