ógeðstilfinning

Mig langar að vita hvort eitt af aukaverkunum af Blóðþynningarlyfjum geti verið ógeðstilfinning fyrir öllu? mat, lykt og svo framvegis. Ég er alls ekki manneskja sem gjarnan fær slíka tilfinningu fyrir hlutum, er lærð Dýrahjúkka og hef unnið við það sem og á bóndabæjum og fleira þannig að ég er ýmsu vön. Þess vegna finnst mér þetta frekar óþægilegt að mér finnst ég alltaf þurfa að vera að fá mér eitthvað sætt því annars kemur þessi tilfinning yfir mig. Vinsamlega reynið að svara mér einhverju með þessu, gæti þetta verið kannski efnaskortur af einhverri ástæðu, ég er 53 ára og ekki ófrísk, þannig að við getum strax útilokað það. kv.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Ógleði og niðurgangur flokkast sem mjög alveg aukaverkun af sumum blóðþynningarlyfjum og getur því einnig fylgt uppköst. Inn á www.serlyfjaskra.is getur þú flett upp því lyfi sem þú ert að taka og þar sérðu lista yfir allar þekktar aukaverkanir fyrir lyfið. Annars hvet ég þig til að hafa samband við þann lækni sem skrifaði upp á lyfið til að skoða hvort það sé orsökin og ef svo er hvort að eitthvað annað lyf geti hentað þér betur.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur