Ógleði, máttleysi og yfirlið. Er með háþrýsting og tek lyf við því

Ég fæ öðru hverju mikla ógleði en kasta ekki upp. Verð máttlaus og liggur við yfirliði. það hefur samt komið fyrir að líði yfir mig ef ég næ ekki að setjast niður. Vildi bara fá ráðleggingar, er búin að fara til heimilislæknis en hann vill ekkert gera.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurninga.

Þetta gætu verið einkenni margs t.d. vegna blóðþrýstings sem getur verið of lágur eða of hár og þá þarf að stilla betur inn lyfin þín. Ef þú ert ekki með blóðþrýstingsmæli heima fyrir skaltu fara á heilsugæsluna og láta mæla þrýstinginn. Eins geta þetta verið einkenni bakflæðis sem er meðhöndlað með sýrustillandi lyfjum. Ef einkenni koma frekar fram við áreynslu þarf að skoða það nánar með tilliti til einkenna frá hjarta og jafnvel með áreynsluprófi. Þessi einkenni geta einnig bent til kvíða.

Ég ráðlegg þér að fara aftur til þíns heimilislæknis og sjá hvort þið getið ekki í sameiningu fundið út hvað veldur einkennum.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur