ólétt?

Hæhæ, mér langar að spyrja um að vera sein á túr. Ég er 18 daga of sein á túr, ég tók ólettu test þegar ég var 16 daga of sein og kom neikvætt. Ég var að spá hvort ég ætti að bíða í viku eða 2 áður en ég tek næsta próf eða bíða eftir október og sjá hvort ég byrja á túr. Eða hvort ég ætti að hafa samband við læknir?

Kærkveðja.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Hormónið sem verið er að mæla í þungunarprófum  er greinanlegt í blóði og þvagi aðeins nokkrum dögum eftir getnað, svo margfaldast styrkur þess í blóði á næstu 9-10 vikum. Það þýðir að það hefði átt að mælast þegar þú tókst það ef þú ert á annað borð ólétt.

Þú getur tekið annað próf eftir nokkra daga til þess að vera alveg  viss.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir