Spurning:
Sæl ljósmóðir.
Ég komst að því í gær að ég er ófrísk en málið er að ég er á geðlyfjum, Cipralex 20mg, Lamictal 50 mg og Euthyrox 50 mg. Hvaða áhrif hefur þetta á fóstrið? Og verð ég að hætta að taka þessi lyf?
Kveðja ein ólétt….
Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Eins og með mörg önnur lyf þá er notkun þessara lyfja þ.e. Lamitril og Cipralex ekki ráðlögð á meðgöngu en hafa verður í huga hvað er bæði móður og barni fyrir bestu og ekki er alltaf hægt að hætta töku eða draga úr töku þessara lyfja en stundum hægt að breyta um tegundir. Því verður þú að leita læknis og ráðfæra þig við hann um þessi mál. Euthyrox er hins vegnar hormónalyf með hormóni sem er líkamanum nauðsynlegt og því óhætt og nauðsynlegt að halda áfram töku þess en það þarf að fylgjast með styrkleika þess í líkamanum og því þarftu einnig að ræða við lækni um það. Ég ráðlegg þér því að fara sem fyrst í mæðraskoðun og hitta ljósmóður og lækni.
Gangi þér allt í haginn
Kveðja
Brynja Helgadóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.