Ólétt á túr?

hæhæ.. ég var að velta því fyrir mér hvort það væri hægt að verða ólétt en samt fara á túr ? er á pillunni microgyn..

 

Já það er hægt að vera ólétt en fara samt á túr

 

Blæðingarnar eru samt í flestum tilfellum öðruvísi en venjulega. Oft er talað um “hreiðurblæðingu”  eða “bólfestublæðingu” þ.e. blæðing sem verður þegar eggið er að festa sig við legslímhúðina.

 

Ef þú ert í vafa getur þú keypt þungunarpróf.

 

Gangi þér vel

 

Guðrún Gyða