Ólétt, þarf að fjarlægja lykkjuna?

Spurning:
Hæ.
Ég er búin að vera með lykkjuna í tæplega 2 ár og er núna komin 6 vikur á leið. Við erum búin að ræða það fram og til baka hvað við eigum að gera og erum enn ekki ákveðin. Lykkjan hinsvegar er enn á sínum stað. Ef ég ákveð að klára þessa meðgöngu er þá í lagi að hafa lykkjuna bara þarna? Er engin hætta á að hún skemmi neitt eða hreinlega ,,týnist“? Með von um skjót svör, ein alveg í klessu

Svar:
Kæri fyrirspyrjandi.
Best væri að þú hefðir sem fyrst samband við þinn lækni með það fyrir augum að athuga hvort hægt sé að ná lykkjunni. Sé það hægt er það best.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr med.