Spurning:
Góðan dag.
Þannig er að við vorum að komast að því að ég er ólétt. Ég veit ekki hvað við getum gert því að á síðustu 2 árum hef ég farið 3 sinnum í geislajoð þar sem ég fékk skjaldkirtilskrabbamein, það er ár síðan ég fór í síðustu meðferðina mína eða um mánaðamótin mars–apríl 2004. Ég veit að það er ekki æskilegt að verða þunguð fyrr en 2 árum eftir geislajoðmeðferð. Ég veit ég verð að hafa samband við krabbameinslækninn minn en mig langar bara að heyra eitthvað varðandi þetta.
Við eigum annað barn fyrir sem er 3 ára síðan í mars og við ætluðum að reyna að eignast annað barn þegar 2 ár væru liðin frá meðferðinni semsagt eftir ár, og nú erum við bara svo hrædd um að eitthvað mikið gæti verið að.
Kveðja
Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.
Þú þarft að fá upplýsingar hjá þínum geislafræðingi/krabbameinslækni hve mikið geislavirkt joð þú fékst og hve hratt það útskiljist. Það hljómar samt eins og þú ættir ekki að þurfa að fara í fóstureyðingu, þar sem liðið er rúmlega ár frá töku, en þó get ég ekki leyft mér að fullyrða það nema vita um geislamagnið.
Drífðu í þessu.
Gangi þér vel,
Arnar Hauksson dr med