Ólétt og með streng frá nafla?

Spurning:
Hvað getur þetta verið? Ér ófrísk af fyrsta barni og er komin 23.vikur á leið,undanfarna daga þegar ég vakna er ég með einhverskonar streng frá nafbla og niður sem gerir það að verkum að ég get varla gengið,verð að ganga alveg bogin til þess að finna ekki til.það er alveg eins og að það sé band bundið í nafblan og í eitthvað þarna niðri og svo eftir svona 2/3mín er eins og hann stlitni og allt verður í lagi hvað getur þetta verið með von um svar ein áhyggjufull.

Svar:
Það sem mér finnst líklegast að sé þarna í gangi er að þú sért með naflaslit sem versnar núna þegar legið ýtir beint undir naflann. Einnig er möguleiki á að um sé að ræða einhvers konar samgróninga í kvið, t.d. eftir speglun eða viðlíka aðgerð. Ræddu þetta við ljósmóður og lækni í mæðravernd til að fá nánari skoðun og greiningu.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir