Ólífulauf á meðgöngu?

Spurning:
Mig vantar upplýsingar um ólífulauf. Þar sem kvef er svolítið ríkjandi þessa dagana, finnst mér virka mjög vel að taka inn ólífulauf úr heilsubúð. Má ég taka inn ólífulauf þegar ég er ófrísk? Ég hef bæði heyrt að það sé skaðlaust en einnig að ekki séu nægar rannsóknir fyrirliggjandi til að hægt sé segja að það sé skaðlaust. Með von um skjót svör kveðja Bumbulína

Svar:
Það er þannig með mörg náttúrulyf að ekki liggja fyrir nægar upplýsingar til að meta hvort þau eru með öllu skaðlaus og ólífulauf er eitt af þeim. Það er að mínu mati betra að kvefast en taka áhættu með inntöku einhvers sem ekki er örugglega skaðlaust fóstrinu.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir