Ör eftir bólur?

Spurning:
Góðan dag, Ég er 34 gömul og er búin að hafa ör eftir bólur síðan ég var 24 ára. (Fékk bólur ansi seint). Mér líður hræðilega illa með þessi ör. Er ekki hægt að fara í laseraðgerð og slétta húðina? Ég veit að hún verður aldrei alveg slétt. En er aðgerðin þess virði? Og hvað er maður að taka mikla áhættu? Getur einhver lýtalæknir svarað mér sem fyrst.

Svar:
Viljir þú byrja á því að ræða við lýtalækni þá ráðlegg ég þér að panta tíma á stofu hjá einum slíkum fyrir viðtal og skoðun. Varðandi laser-ljós-geisla meðferð hjá Laser-lækning ehf. þá er það þér að segja að slík meðferð mundi gefa þér mjög góðan árangur miðað við lýsingu á vandamáli þínu. Slík meðferð getur ekki gert þér annað en gott. Áhættan er óveruleg því þessi meðferð er húðvæn og hefur verið þróuð til að fólk geti snúið beint til vinnu eftir meðferð og þarf því ekki að vera frá vinnu/félagslífi um einhvern tíma.
Hafir þú frekari óskir um upplýsingar þá hikaðu ekki við að senda mér aðra fyrirspurn.

Einnig vil ég benda þér á vefsíðu fyrirtækisins. Veffangið er: laserlaekning.is

Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir.