Spurning:
Hæ.
Ég er 25 ára kk og er með dálítið viðkvæma húð og fæ auðveldlega bólur. Síðastliðinn vetur fékk ég eitthvert ofnæmi á enni sem hefur skilið eftir sig fin ör, eða svolítinn roða á enninu. Ég var að velta fyrir mér hvort ekki sé hægt að losna við ör eftir bólur og svona útbrot? Þetta eru ekki gróf ör heldur bara fín ör, og mig langar að tékka hvort það sé ekki hægt að laga það þannig að húðin í framan verði áferðarfallegri eða jafnari? Hvar getur maður farið í svona meðferð og hver er kostnaðurinn? Einnig langar mig að vita hvar maður fær upplýsingar um hverskonar rakakrem maður á að nota í umhirðu húðarinnar sem hentar húðtegund manns?
Svar:
Komdu sæll. Þakka þér fyrirspurnina.
Meðferðin hjá okkur gefur betra útlit á ör t.d. eftir bólur eða sár.
Einnig eyðist æðaslit og litabreytingar í húðinni og hún þéttist og fær
frískara yfirbragð og jafnari húðlit – svokallað "GLOW" sem svo margir eru að leita eftir.
Meðferðin þessi sem við gerum er svokölluð endurnýjun húðarinnar þar sem farið er yfir allt andlitið í minnst 4-6 meðferðum með um 3-4ra vikna millibili.
Þú kemur í viðtal og skoðun í upphafi þar sem rætt er um meðferðina og
tilgang hennar. Gerum við þá oft húðprufu til að kanna viðbrögð húðarinnar við hitanum, sérstaklega ef vitað er að húðin er viðkvæm.
Í fyrsta viðtali og skoðun ræðum við einnig kostnað meðferðar og gefum
tilboð sé keyptur pakki – 4-6 skipti.
Vil ég benda á pistil minn á Doktor.is (9. júlí, 2001) og heimasíðu
fyrirtækisins þar sem nálgast má frekari upplýsingar um meðferðina auk þess sem þar er að finna myndir fyrir og eftir meðferð. Veffangið er:
www.laserlaekning.is
Biðtími er venjulega 1-2 vikur og skal panta tíma með fyrirvara. Sími hjá okkur er 563-1070.
Varðandi rakakrem þá skaltu bara fara í næstu lyfja- eða snyrtivöruverslun eða verslun með heilsuvörur sem selur krem án aukaefna sem valdið geta ofnæmi sé húðin viðkvæm. Fáðu prufur til að reyna í nokkra daga til að finna hvernig húðin þín bregst við.
Það er ekki síður mikilvægt fyrir karlmenn en konur að nota daglega rakakrem og sólarvörn til að verja húð sína fyrir óæskilegum áhrifum mengunar og geislum sólar. Gott hjá þér!
Þó blessuð sólin sé góð fyrir sálartetrið okkar þá getur hún líka verið einn versti óvinur húðarinna ef maður gætir ekki að því að verja hana.
Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir.