Spurning:
Sæll.
Ég er tvítug stúlka og hætti á pillunni einhvern tíma í haust, man ekki nákvæmlega hvenær. Ég hef alltaf haft frekar óreglulegar blæðingar og getur þá verið allt frá 26-45 dagar á milli blæðinga. Núna eru þó komnir um 50 dagar frá seinustu blæðingum og ég er ekki enn byrjuð og ég veit að ég get ekki verið ólétt. Ég hef verið með þó nokkuð mikla, glæra útferð undanfarið og mig langar til að athuga hvort að þið vitið hvers vegna það er? Það bendir ekkert til þess að þetta sé sýking. Einnig fékk ég kunnuglega verki fyrir um viku síðan og þá hélt ég að ég væri að byrja en ekkert gerðist. Hafið þið einhverja hugmynd vegna hvers þetta er? Geta tíðir fallið niður, þ.e. að ég byrji aftur í næsta mánuði á réttum tíma?
Með fyrirfram þökkum.
Svar:
Sæl.
Tíðir geta fallið niður, ekki er óeðlilegt að það gerist allt að tvisvar sinnum á ári. Ef það gerist oftar en það borgar sig að tala við kvensjúkdómarlækni.
Ef tíðir falla niður blæðingar að vera meiri næst á eftir. Konur sem eru að reyna að verða óléttar túlka þetta oft sem þær séu að missa fóstur, svo þarf þó ekki að vera. Ástæða þess að konur missa úr blæðingar er sú að þær hafa ekki egglos.
Af hverju er það?
Að sjálfsögðu er ástæða númer eitt þungun. Óháð því hvort að þú hafir stundað kynlíf, þá áttu að taka þungunarpróf falli niður blæðingar.
Ástæða númer tvö er streyta, líkamlega og andleg. Megrun og erfið líkamsþjálfun geta líka valdið því að blæðingar falla niður.
Nokkuð algeng ástæða fyrir tíðaróreglu eru skjaldkirtils vandamál, bæði ef skjaldkirtillinn er ofvirkir og vanvirkur.
Aukin útferð er kafli útaf fyrir sig. Möguleiki er að þessir tveir þættir tengist, það þarf þó ekki að vera. Ég ráðlegg þér alla vega að taka þungunarpróf, það er líka ráðlegt að fara í læknisskoðun. Óreglulegar blæðingar, verkir og útferð geta verið einkenni nokkurra kvensjúkdóma.
Kveðja,
f.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón Þorkell Einarsson