Óreglulegar blæðingar?

Spurning:
Sæl verið þið.
Mig langar að vita hvort þið getið leiðbeint mér. Þannig er að ég hef alltaf haft óreglulegar bæðingar en hélt að þetta myndi lagast eftir að ég átti barn en svo er ekki. Ég er alltaf ca. 9-13 daga á túr og það eru svona 14 dagar á milli tíðahringa. Ég hef verið margskoðuð og þeir standa á gati og geta bara fundið blóðleysi sem er náttúrulega ekkert skrítið. Ég er 29 ára gömul og er búin að vera svona síðan ég var 12 ára. Hef prufað flestar pillur í samráði við heimilislækninn og nú er ég búin að vera 6 mánuði á þessari og byrjunin var 32 dagar á túr, frí í 14 daga og svo minnkar þetta í 9 daga og frí í 14-15 daga. Er orðin rosalega þreytt á þessu og langar ekkert smá að upplifa eðlilegan tíðarhring.
Endilega ef þið getið bent mér á einhver ráð látið mig vita. Með fyrifram þökk

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi
Þar sem þetta er greinilega langtímavandamál væri rétt að þú fengir þér tíma hjá sérfræðingi í kvensjúkdómum. Það þarf að gera rannsókn á orsök þessara langdregnu blæðinga og velja svo viðeigandi meðferð. Ætti að vera tiltölulega fljótlegt fyrir hvaða sérfræðing sem er.
Gangi þér vel og bestu kveðjur.
Arnar Hauksson dr med