Óreglulegar blæðingar – á ég að leita læknis?

Spurning:

Sæll.

Ég er 18 ára og hef haft blæðingar í rúm 3 ár en þær hafa alltaf verið óreglulegar. Það hefur komið fyrir að það líði allt að 3 mánuðir á milli. Er þetta alvarlegt? Á ég að leita læknis?

Með von um svar og fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl og blessuð.

Það er ekki alvarlegt þó þú sleppir úr blæðingum ef þær hafa komð einhvern tímann af sjálfu sér í byrjun. Hins vegar getur verið skynsamlegt að ræða þetta við heimilislækninn sinn eða annan sérfræðing og þá gætu þeir gert einfaldar rannsóknir sem segðu til um hvort allt væri ekki í lagi.

Gangi þér vel.

Arnar Hauksson dr. Med.