Orkudrykkir á meðgöngu?

Spurning:
Ég er ólétt og komin 13 vikur á leið. Mig langar að vita hvort það sé í lagi að drekka orkudrykki á meðgöngu, t.d. Gateorade.
Fyrirfram þökk!

Svar:
Það er ekki æskilegt að drekka orkudrykki á meðgöngu. Þeir innihalda mikinn sykur og koffín sem hvort tveggja fer beint yfir til barnsins og getur brenglað efnaskipti þess.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir