Ósæðin

Hvers vegna er ég með stóra ósæð.
Svo er stór gull líka við hjartað??

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ósæðin er meginslagæð líkamans. Allt súrefnismettað blóð liggur í gegnum hana þar sem hún tengist hjartanu. Ósæðin víkkar um 25% frá 25 ára aldri til 75 ára aldri án þess að það teljist sjúklegt. Ef þvermálið er hins vega 3cm eða meira kallast það gúll og er talið sjúklegt ástand. Þetta er hins vegar viðráðanlegur sjúkdómur sem vanalega verður vart eftir 60 ára en er oftast án einkenna og uppgvötast oft af hreinni tilviljun.

Gúlar vaxa með tímanum nokkra mm á ári og geta rofnað. Rofhætta er í hlutfalli við þvermál og er dánartíðni vegna rofs á bilinu 60-80%. Hægt er að greina sjúkdóminn á auðveldan og ábyggilegan hátt með ómskoðun og gera aðgerð þegar við á með góðum árangri.

Helstu áhættuþættir ósæðagúla eru:

Aldur

Kyn – algengara hjá körlum

Ættarsagar

Reykingar

Hár blóðþrýsingur

Æðakölkun

 

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur