Góðan daginn.
Ég fékk blóðtappa í löppina fyrir ca 7 árum á meðgöngu og var á blóðþynnandi í nokkra mánuði. Nú hef ég í nokkra daga verið með óþægindi í sömu löpp en ekki nærri eins mikil og þegar ég fékk blóðtappann en seiðing og einhvers konar firðring. Er ástæða til að láta athuga þetta eða eru þetta líklega bara einhverjar eftirstöðvar?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er erfitt að segja, en ólíklegt að þetta sé útaf blóðtappanum því það er svo langt síðan. Ef þú lagast ekki eða versnar þá myndi ég mæla með að láta kíkja á þig.
Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.