Ótímabær kynþroski?

Fyrirspurn:

Mig langar aðeins að forvitnast varðandi kynþroska stelpna. Þannig er mál með vexti að ég á eina 7 og 1/2 árs gamla, og síðastliðið 1-2 ár þá hefur verið mikil svitalykt af henni. Svona lykt sem fylgir kynþroskanum finnst mér. Svo tókum við eftir því í vikunni að hún er kominn með dökk hár á budduna. Barnið er ekki orðið 8 ára, er þetta eðlilegt??

 

Svar:

Margar rannsóknir hafa leitt í ljós að mikill munur er á því hvenær kynþroskaeinkenni hefjast hjá börnum og eins er tíminn sem kynþroskinn tekur breytilegur. Aldur við upphaf og tímalengd kynþroska virðist stjórnast af erfðum og umhverfisþáttum. Þannig er til dæmis líkur á að dóttir byrji fyrr á blæðingum hafi móðir byrjað snemma osfrv.

 

Á síðustu öld hefur aldur barna við upphaf kynþroska farið lækkandi. Einkum er þetta vel þekkt hvað varðar stúlkur. Þó er alltaf ráðlegt að vera vakandi fyrir snemmbúnum kynþroskaeinkennum og ganga úr skugga um að ekkert annað geti valdið þessu.

 

Það er best að hafa samband við barnalækni og fá ráð hjá honum/henni.

 

Bestu kveðjur

 

 Guðrún Gyða