Fyrirspurn:
Sæl/sæll
Móðir mín hefur verið með hita í tæpa 2 mánuði, hitalaus fram að hádegi en fær svo upp úr hádegi slappleika og hita 37,7-38 C. Hún er hraust að mestu, er með vefja- og slitgigt, fór í axlaraðgerð í vetur vegna þess og tekur gigtarlyf. Hún hefur ekki nein öndunarfæraeinkenni og rgt af lungum og kinnholum, þvagprufa og almenn blóðprufa með CRP og sökki var eðlileg. Þessar rannsóknir hefur heilsugæslulæknir tekið fyrir tveimur vikum. Í dag var hún send á slysó blóðprufu en engu nýju bætt við nema asat, alat og amýlasa. Hvað væri næsta skref, hvers konar rannsóknum myndir þú mæla með.Hvað getur rafdráttur próteina sagt manni í þessu tilfelli?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það sem okkur finnst líklegast er að gigtasjúkdómar móður þinnar spili þarna stórt hlutverk.
Líklega væri best að hún hitti gigtarlækninn sinn og fengi hann til að fara yfir þessi mál.
Með bestu kveðju
Guðrún Gyða