P/s-Ferritín

Ef þetta er 588 H

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég átta mig ekki að hverju verið er að spyrja.

Ferritín er prótein sem inniheldur járnið sem við þurfum á að halda til þess að flytja súrefni til vefja líkamans og er það sem er mælt þegar verið er að kanna til dæmis járnskort eða blóðleysi eða járnofhleðslu.

mælieinnigarnar sem stuðst er við eru:

µg/L

Karlar > 17 ára

30-400 
Konur 17-50 ára
15-150
Konur > 50 ára
30-400

Ef þú mælist með serum ferritín upp á 588 microgrömm í líter telstu vera með hátt gildi í blóði og það þarf þá að kanna betur hver orsökin fyrir því getur verið.

Ráðfærðu þig við lækninn sem tók blóðprufuna

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur