Pantoprazole

Er þetta lyf gott ef um brisbólgu er að ræða
og hverig þá

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Pantoprazole er magasýrulyf notað við bakflæði. Það hefur einnig verið notað í stærri skömmtum við einkennum frá ákveðnu briskmeini, Zollinger-Ellison syndrome.  Það er æxlismyndun í brisi eða efst í smágirni en æxlið fer að framleiða gastrinhormón sem aftur hvetur til óhóflegrara magasýruframleiðslu. Magasýrulyfið er þá notað til að blokkerar þessa umframframleiðsu á magasýrum og kemur í veg fyrir einkenni af þess völdum.   Annars er best að fá betri skýringar hjá þínum sérfræðilækni um meðferðina sem snýr að þér.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur