Paraben í snyrtivörum?

Spurning:
Góðan daginn. Ég er með parabenofnæmi sem kemur eingöngu fram í hársverði. Er til listi yfir húðvörur s.s. sápur, krem og alm. snyrtivörur fyrir konur: varaliti, púður o.þ.h sem ekki innihalda þessi efni? Eru til samtök parabensjúklinga?
Með kærri kveðju.

Svar:
Komdu sæl.
Ég veit ekki til þess að áð séu nein slík samtök, og veit heldur ekki hvaða snyrtivörur eru án þessara efna, en hér er linkur www.dermnetnz.org/dna.acd/paraben.html inn á síðu með upplýsingum fyrir einstaklinga sem þjást af þessu ofnæmi og þar er meðal annars að finna upplýsingar um hin ýmsu nöfn sem notuð eru yfir paraben í innihaldslýsingu á snyrtivörunum, ef þú getur ekki lesið ensku og ekki fengið aðstoð við það, talaðu þá endilega við mig aftur og ég skal hjálpa þér frekar.

Með góðri kveðju

Jórunn Frímannsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
www.Doktor.is