Paxal og/eða Imovane og magasár?

Spurning:

Sæll.

Má taka inn Paxal og/eða Imovane ef maður er með vægt magasár? Hvað með áfengi? Má neyta þess í slíku tilviki?

Svar:

Ef lyfin Paxal og Imovane eru rétt notuð á að vera í lagi að taka lyfin þó svo að viðkomandi sé með vægt magasár. Áfengi á hvorki að taka með þessum lyfjum né ef magasár er fyrir hendi. Áfengi eykur slævandi verkun þessara lyfja og getur einnig gert magasár verra.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur