Penicillínlyf á meðgöngu

Spurning:

Góðan dag.

Mig langar til að forvitnast um það hvort ófrískar konur megi taka lyfið Kåvepenin? Á það að hafa einhver áhrif á fóstrið?

Takk.

Svar:

Sæl.

Það eru engar þekktar aukaverkanir né áhættur fyrir fóstrið. Það er því í lagi fyrir ófrískar konur að taka Kåvepenin á meðgöngu svo framarlega að ekki sé fyrir hendi ofnæmi fyrir innihaldsefnum.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur.