Pergotime – bólur og gifting?

Spurning:
Halló!
Fyrirspurn mín varðar húð og hormónrugl. Ég hef verið að reyna að verða ófrísk í meira en ár. Þegar ég hætti á pillunni byrjaði húðin mín að versna og ég hef verið að fá svæsnar bólur í andlit, sérstaklega í kringum blæðingar. Ég byrjaði á lyfinu Pergotime fyrir tveimur mánuðum því tíðarhringurinn minn er í algjöru rugli og finnst mér eins og það lyf hafi valdið verri húð ef eitthvað er. Nú er ég með bólur hér og þar í andlitinu og sumar það stórar að þær fara ekki í margar vikur. Þetta leggst mjög á sálina mína en ef þetta er fórnarkostnaður þess að verða einhvern tímann óléttur þá sætti ég mig við þetta.
Nú er hins vegar svo komið að ég er að fara að gifta mig eftir mánuð. Mig langar svo að líta sem best út á þeim degi eins og gefur að skilja. Getið þið gefið mér einhverjar töfralausnir til að fá góða húð á einum mánuði? Mér er sama þótt ég þurfi að borga mikið, vil bara losna við þessi kýli (get farðað yfir fílapenslana). Ætti ég að sleppa Pergotime næsta tíðarhringinn (er örugglega ekki ófrísk frekar en fyrri daginn) og taka eitthvað sterkt sýklalyf? Er til eitthvað sýklalyf sem virkar á svona stuttum tíma? Takk fyrir hjálpina!

Svar:

Kæri fyrirspyrjandi.

Þú ert greinilega þegar í meðferð hjá þínum lækni og ekki rétt að aðrir grípi inn í þá meðferð. Hins vegar samþykkir hann örugglega að þú gerir hlé og takir lyf gegn bólum e.t.v. sýklalyf meðan þú ert að undirbúa giftinguna. Hafðu samband við þinn lækni eða heimilislækni til að láta þá álveða þetta.

doktor.is