PET skanni og blóðþrýsingsvangaveltur

Fyrirspurn:

Sæl/l

Langaði að spyrja að tveimur spurningum og nokkrum viðhengjum sem tengjast þeim.

1. Er hægt að panta einhverstaðar tíma fyrir PET skanna? Ef svo er hvar er það hægt og kostar það mikið?

2. Eiga þeir sem eru með háan blóðþrýsting erfiðara með að anda en þeir sem eru það ekki? Ég er t.d. á concerta og er með háan blóðþrýsting samkvæmt lækni þar sem concerta er orsökin, mér finnst ég eiga erfiðara að anda og stundum stoppar andadrátturinn í kannski 4-5 sec. Er það eðlilegt að hann sé þyngri fyrir þá sem eru með háan blóðþrýsting?

Aldur:
22

Kyn:
Karlmaður

Tölvupóstfang:

Svar:

1. PET-skanni (positron emission tomography) Í þessari rannsókn er skammlíft geislamerkt lífefni gefið í æð.
Getur sagt til um starfssemi líffæra við mismunandi aðstæður.
Þetta tæki er því miður ekki til á Ísland og því hafa einstaklingar verið sendir erlendis ef þurfa þykir. Veit því miður ekki hvað það kostar.

2. Ég veit ekki til þess að háþrýstingi fylgi vandamál tengt öndun.
Lítillega hækkaður blóðþrýstingur hefur oft engin einkenni í för með sér. Ef viðkomandi finnur fyrir svima, er þreyttur eða taugaspenntur getur það verið merki um hækkaðan blóðþrýsting. Alvarlegri fylgikvillar háþrýstings geta verið t.f. höfuðverkur og þreyta.
Ef þú ert með of háan blóðþrýsting þá þarf að fylgja því eftir, væntanlega þinn heimilislæknir og þá skalt þú nefna þetta með öndunina í leiðinni.

Bestu kveðjur,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is