Phimosis

Hæ er með þrönga forhúð og frekar viðkvæman kóng. Það er ekkert mál að draga forhúðina til baka þegar ég er linur en mjög óþæginlegt þegar ég er með standpínu og það er líka frekar óþægilegt að koma við kónginn. Er til eitthvað krem sem ég get notað til að laga þetta. Langar helst að sleppa við aðgerð.

Sæll og takk fyrir fyrirpurnina

Heimilislæknir getur skrifað upp á krem sem þynnir og teygir á forhúðinni.

Pantaðu tíma og ræddu við lækni,  aðgerð er ekki alltaf eini kosturinn

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur