Pillan og frjósemi.

Getur maður eignast börn eldri ef maður er á pillunni í nokkur ár? Þ.e ef maður er á henni í 5 ár og eggin hefðu átt að klárast 40 ára, en í þessi 5 ár var ekkert egglos og veldur því að maður er frjósamur til 45 ára í stað 40 ára sem dæmi?

Þetta er örugglega ekki svona en þetta meikar samt alveg sens ekki satt?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Líftími eggjanna er fyrirfram ákveðinn og er óháður getnaðarvörnum. Því ert þú ekki frjósamari í lengri tíma þó að þú hafir notað getnaðarvarnir og þar af leiðandi ekki haft egglos.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.