Pillur til að stækka brjóst?

Spurning:
Hæ, er ekki hægt að fá töflur sem innihalda estrógen svo að brjóstin stækki. Ég æfi ca. 5-6x á viku og æfi mjög mikið þessvegna hafa brjóstin mín minnkað töluvert. Notaði áður skál B en núna A 🙁 Er ekkert ánægð með það. Vinkona mín fékk e-h hormónalyf sem varð til þess að brjóstin hennar stækkuðu töluvert! Og hún fitnaði ekkert… bara brjóstin stækkkuðu. Er nokkuð hægt að fá svoleiðis töflur?

Svar:
Einhver estrógen lyf kunna að hafa þá aukaverkun að brjóstin stækka eitthvað. Mér er þó til efs að nokkur læknir myndi ávísa þannig lyfjum til þess að stækka brjóst þar sem hætta á öðrum alvarlegum aukaverkunum er það mikil að ekki er hægt að réttlæta þannig notkun.
 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur