Polycthemia / Rauðkornadreyri

Ég er 67 ára og fer í heilsufarsskoðun hjá heimilislækni á hverju ári og læt skima blóðið um leið. Í síðustu tveimur blóðskimunum hef ég mælst með mikið af rauðum blóðkornum, sem læknirinn kallar Polycythemia og ég sé við frekari skoðanir að kallast Rauðkornadreyri á íslensku. Læknirinn segir að þessu fylgi engineinkenni og sennilega ekki hætta, en spurningin er hvort ástæða sé til að fara í frekari skoðun hjá blóðsjúkdómalækni ? Ég les um að þetta sé sjúkdómur og sé ólæknandi ? Ég finn alls ekki fyrir nokkrum af þeim einkennum sem eru nefnd, t.d. á Vísindavefnum. Væntanlega er alls ekki neitt sem ég get gert til að sporna við þessari þróun, eða ? Ég er góður í kólesterolmælingum og hef góðan blóðþrýsting. Ég tek töflu af hjartamagnyl á hverjum degi og hef gert í nokkur ár. Mér sýnist að til sé lyf sem hindra blóðkornamyndun í merg ?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Ræddu endilega við heimilislækninn þinn hvort að ástæða sé til þess að þú sért í eftirliti hjá sérfræðing í blóðsjúkdómum og eins varðandi lyfjgjafir vegna þessa.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur