Prostagenix meðal

þetta lyf eða meðal er verið að auglýsa mikið á vefmiðlum núna spurning hvort þetta sé gott eða bara snákaolía annars bara bestu KV

Ps er einn af þeim sem vakna svona 2-3 á nóttu svo gott væri finna eitthvað sem dugar til þess að fækka þeim ferðum takk fyrir

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Prostagenix er eitt af fjölmörgum náttúrulækningalyfjum á markaði sem ætlað er við tíðum þvaglátum og vægum einkennum stækkunar blöðruhálskirtils hjá körlum.

Ég mæli með því að þú ræðir við lækninn þinn um þessi einkenni en ef allt er í lagi  þá er ekkert sem mælir gegn því að prufa þessi nátturulækningalyf, þau gagnast mörgum en misvel eftir hverjum og einum svo þú getur þurft að prufa þig áfram.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur