Hvað táknar það að hafa mælst með pso gildi 287 árið 2015 en mæling árið 2019 segir að gidið sé komið í 703.
blóðmagn mælist 124 árið 2019.
Með fyrirfram þökk fyrir skýr svör
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er mjög erfitt að segja til um ákveðin gildi blóðrannsóknar án þess að hafa meiri upplýsingar um einstaklinginn og afhverju hann hafi verið sendur i blóðprufu til að byrja með. PSO gildi finn ég engar upplýsingar um og spurðist ég fyrir um það hjá rannsóknarstofu og fékk engin svör. Það er hinsvegar til gildi sem heitir PSA og sé það það sem þú ert að spyrja eftir að þá eru hér smá upplýsingar um það. Ýmsar ástæður geta legið að baki hækkunar á PSA-gildi í blóði, flestar þeirra góðkynja. Algengasta ástæða PSA-hækkunar eru góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli og bólgur í blöðruhálskirtlinum. Ekki hefur verið sýnt fram á að bólgur eða góðkynja stækkun blöðruhálskirtils leiði til krabbameins, en krabbamein getur myndast þrátt fyrir að annar eða báðir þessir sjúkdómar séu til staðar. Blóðrauðagildi hjá einstaklingum er misjafnt eftir kyni, hjá konum telst eðlilegt blóðrauðagildi vera 118-152 g/L en hjá körlum er það 134-171 g/L. Þar sem þitt gildi var 124 að þá er það eðlilegt fyrir konu en lækkað hjá karlmanni sem gæti þýtt einhverskonar anemiu/blóðleysi eða járnskort. Vona að þessar upplýsingar gagnist þér. Gangi þér/ykkur vel.
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur