Puls.

Er 60 puls eðlilegur,

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Hvíldarpúls hjá heilbrigðum fullorðnum  einstaklingi telst eðlilegur á bilinu 40-100 slög á mínútu. Flestir  eru að mælast að meðaltali 60-80 slög á mínútu svo svarið er já púls upp á 60 slög á mínútu er eðlilegur. Þú getur lesið þér betur til um hvíldarpúls HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur