Rakakrem án olíu?

Spurning:
Ég er núna að taka lyfið Decutan (svipað og Roaccutan) og mig vantar upplýsingar um hvaða rakakrem í andlit væri best að nota því lyfið þurrkar svo húðina. Kremið má ekki innihalda olíu.

Svar:
Flest ef ekki öll snyrtivörumerki hafa rakakrem sem innihalda ekki olíu og er því best fyrir þig að fara bara í apótek, snyrtivörubúð eða á snyrtistofu og spyrjast fyrir. Á snyrtistofunni minni erum við með merkið Guinot og þar eru krem sem heita Hydra beauty og Hydrazone og eru mjög góð við þurrki. Einnig er krem í línunni fyrir feita húð en slík krem þurrka upp feita húð og eru því ekki heppileg fyrir þig. Þú skalt því biðja um olíulaus rakakrem en ekki krem fyrir feita húð.
Kveðja,
Sigrún KonráðsdóttirSnyrtistofan Þú og ég